Fyrirtækið
Um okkur
Að þjónustunni í dag koma ásamt Guðna, hjúkrunarfræðingar og ritarar. Við sinnum verkefnum víðsvegar um Ísland. Hjúkrunarfræðingar okkar hafa farið þvert yfir landið í verkefni og einnig höfum við fengið hjúkrunarfræðinga utan Akureyrar og Reykjavíkur til liðs við okkur.
Til þess að auka þekkingu okkar og bæta þjónustu fylgjumst við með á alþjóðavettvangi, sækjum ráðstefnur erlendis og erum meðlimir í alþjóðasamtökum sem sinna heilsufarsmálum sjófarenda. Svanlaug hefur lokið námi í fræðunum Master of Maritime Health, og teljum við að hún sé fyrst Íslendinga til að klár þetta nám.
Samhliða fyrirtækinu Sjómannaheilsu rekum við fyrirtækið Akkilles sem meðal annars sinnir ýmsum heilsufarsmálum fyrirtækja annarra en í sjávarútvegi.
Við stefnum hærra, markmiðið er að vera leiðandi afl í heilsufarsmálum íslenskra sjófarenda, hvar sem þeir eru staddir á sjó ásamt því að sinna heilsufarsmálum landvinnslufólks.
„Við hjá Sjómannaheilsu leggjum mikla áherslu á trúnað við okkar skjólstæðinga“.
Staðsetning
Kópavogur
Holtasmára 1, 7. hæð
Akureyri
Glerártorgi, 2 hæð
Starfsfólk
Guðni Arinbjarnar
Bæklunarskurðlæknir og Sjómannalæknir
Guðni er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum:
Með starfstöð í Holtasmára 1 (7. hæð) Kópavogi og á Læknastofum Akureyrar, Glerártorgi 2. hæð - Akureyri.
Sjómannalæknir
- Guðni hefur réttindi til útgáfu alþjóðlegra vottorða til sjófarenda.
- Sjálfstætt (óháður) starfandi matsmaður (CIME), varanlegs miska og örorku fyrir tryggingafélög, lögmenn og Sjúkratryggingar Íslands.
Sérgrein
- Bæklunarskurðlækningar
- Matslæknir, CIME (Certified Independent Medical Examiner)
- Sjómannalæknir
Sérfræðileyfi
- Bæklunarskurðlækningar á Íslandi 1995, í Noregi 1997 og í Danmörku 1995.
Svanlaug Inga Skúladóttir
svanlaug@centrum.is
- B.Sc prófi í hjúkrun frá Háskóla Íslands árið 1985 og M.N. prófi í hjúkrun frá University of Calgary í Kanada árið 1988.
- Starfaði eftir það sem klínískur sérfræðingur í hjúkrun og hjúkrunardeildarstjóri á ýmsum deildum sjúkrahúsa bæði í Reykjavík, Akureyri og í Noregi.
- Árið 2009, MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík.
- Árið 2012, Master of Maritime Health frá University of Cadiz á Spáni.
- Framkvæmdastjóri og hjúkrunarfræðingur hjá Sjómannaheilsu og Akkilles
- Framkvæmdastjóri Læknaráðs

Svandís Bergsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Svandís er hjúkrunarfærðingur, hún sinnir ýmsum verkefnum hjá Sjómannaheilsu og Akkilles. Svandís vinnur einnig á Vöknunardeild Landspítalans.