Þjónusta
Við leggjum mikla áherslu á trúnað við okkar skjólstæðinga þannig að vinnuveitandi fær engar upplýsingar um það sem okkur og skjólstæðingum fer á milli.
Guðni Arinbjarnar bæklunarskurðlæknir og fyrirtæki hans Sjómannaheilsa bjóða upp á lausnir varðandi heilbrigðismál starfsmanna útgerðarfyrirtækja bæði sjómanna og landvinnslufólks. Við höfum um 20 ára reynslu af umsjón með heilbrigðismálum starfsmanna í fyrirtækjum í sjávarútvegi þar sem mikið er um álagsvandamál og önnur vandamál frá stoðkerfi.
Það má segja að þjónustan okkar sé tvíþætt, annarsvegar greining og meðferð vandamála og hinsvegar fyrirbyggjandi og heilsubætandi þjónusta fyrir sjómenn og landvinnslufólk.
Grunnurinn í þjónustu okkar við útgerðarfélög er aðgengið að sérfræðiþjónustu. Útgerðir, skipstjórar, sjómenn og landvinnslufólk getur haft samband við okkur og fengið ráð eða skoðun varðandi stoðkerfisvandamál. Þetta styttir tímann að greiningu og meðferð og þannig er reynt að fækka óvinnufærnisdögum.
Þegar um er að ræða vandamál sem ekki eru á okkar sérsviði reynum við að koma okkar skjólstæðingum til annarra sérfræðinga sem fyrst ef þörf er á.Þegar um er að ræða óvinnufæran sjómann eða landvinnslufólk fylgjumst við með gangi mála með því að vera í símasambandi við viðkomandi og einnig fáum við fólk í skoðun hjá okkur ef þörf er á eða ástæða til. Við erum í sambandi við meðhöndlandi lækna og fylgjumst með að sá veiki fái bestu mögulegu meðferð sem völ er á og að tími óvinnufærni sé í samræmi við veikindin.
Þegar vandamál koma upp á hafi úti geta yfirmenn einnig verið í sambandi og fengið ráð og stundum úrlausnir vandamála, m.a, er hægt að nefna að hjartalínurit hafa verið send til okkar og ekki óalgengt að ljósmyndir af áverkum, bólgum og útbrotum séu sendar á internetinu til greiningar hjá okkur.
Sjómenn
Landvinnsla
Kostnaður
Hægt er að óska eftir tilboðum í alla þá þjónustu sem Sjómannaheilsa býður upp á eða einstaka hluta af henni. Endilega hafið samband ef frekari upplýsinga er óskað
Guðni Arinbjarnar, sjómannalæknir og bæklunarskurðlæknir, gudni@laeknarad.is
Svanlaug Skúladóttir, framkvæmdastjóri, svanlaug@centrum.is
S. 894-0003