Læknisskoðun sjómanna

Læknissk0ðun sjómanna

Ný lög gengu í gildi um síðustu áramót þar sem segir að sjómenn sem vinna á fiskiskipum sem eru 24 metrar og lengri eigi að fara í Læknisskoðun til að meta hvort þeir uppfylli kröfur um heilsu og líkamsburði sem gerðar eru til sjómanna.

Þetta er ca. 60 mínútna skoðun læknis og hj.fr. og er hugsuð fyrst og fremst til að tryggja öryggi sjómanna - að þeir séu líkamlega hæfir til að stunda sjómennsku. 

Eftir skoðunina fær sjómaðurinn vottorð frá Samgöngustofu um hvort hann hafi staðist eða ekki staðist skoðunina. Þessi skoðun er gerð á tveggja ára fresti.

Markmiðið með því að setja fram kröfur til sjómanna um heilsu og líkamsburði eru:

• Að sjá til þess að sjómenn geti bjargað sjálfum sér og öðrum í sjávarháska. 

• Að aðrir geti bjargað sjómanninum úr sjávarháska án þess að fara sjálfum sér að voða.

• Að sjómenn með ákveðna sjúkdóma eða vandamál fari ekki á sjó þar sem undirliggjandi vandamál geta versnað eða þeir fengið varanleg mein af því að vera fjarri landi.


Oftast er það svo að menn , læknir og sjómaður eru sammála um að það vanti eitthvað upp á að sjómaður uppfylli kröfurnar, ef hinsvegar sjómaður er ekki sammála niðurstöðu læknisins verður fengið álit annars læknis sem sjómaður treystir.


Fullkomið trúnaðarsamband ríkir að sjálfsögði á milli sjómanns og læknis og einu upplýsingarnar sem útgerðarfyrirtækið fær eftir skoðun er að viðkomandi standist kröfur – eða standist ekki kröfur. Engar upplýsingar fara nokkru sinni frá lækni nema með samþykki sjómanns.


Sjómenn ATHUGIРað þið þurfið að koma með skilríki (ökuskírteini eða vegabréf) með  ykkur og ekki vera nýbúnir að pissa þegar þið mætið.


Best er að panta tíma í síma 552 4800 milli klukkan 13 og 15 virka daga eða senda tölvupóst á svanlaug@centrum.is


Skoðanir fara fram hjá:

Sjómannaheilsu Holtasmára 1 (7 hæð) 201 Kópavogur. 

Læknastofum Akureyrar á Glerártorgi

Share by: