Þjónusta

Þjónusta

Við leggjum mikla áherslu á trúnað við okkar skjólstæðinga þannig að vinnuveitandi fær engar upplýsingar um það sem okkur og skjólstæðingum fer á milli.

Guðni Arinbjarnar bæklunarskurðlæknir og fyrirtæki hans Sjómannaheilsa bjóða upp á lausnir varðandi heilbrigðismál starfsmanna útgerðarfyrirtækja bæði sjómanna og landvinnslufólks. Við höfum um 20 ára reynslu af umsjón með heilbrigðismálum starfsmanna í fyrirtækjum í sjávarútvegi þar sem mikið er um álagsvandamál og önnur vandamál frá stoðkerfi.


Það má segja að þjónustan okkar sé tvíþætt, annarsvegar greining og meðferð vandamála og hinsvegar fyrirbyggjandi og heilsubætandi þjónusta fyrir sjómenn og landvinnslufólk. 


Grunnurinn í þjónustu okkar við útgerðarfélög er aðgengið að sérfræðiþjónustu. Útgerðir, skipstjórar, sjómenn og landvinnslufólk getur haft samband við okkur og fengið ráð eða skoðun varðandi stoðkerfisvandamál. Þetta styttir tímann að greiningu og meðferð og þannig er reynt að fækka óvinnufærnisdögum. 


Þegar um er að ræða vandamál sem ekki eru á okkar sérsviði reynum við að koma okkar skjólstæðingum til annarra sérfræðinga sem fyrst ef þörf er á.Þegar um er að ræða óvinnufæran sjómann eða landvinnslufólk fylgjumst við með gangi mála með því að vera í símasambandi við viðkomandi og einnig fáum við fólk í skoðun hjá okkur ef þörf er á eða ástæða til. Við erum í sambandi við meðhöndlandi lækna og fylgjumst með að sá veiki fái bestu mögulegu meðferð sem völ er á og að tími óvinnufærni sé í samræmi við veikindin. 


Þegar vandamál koma upp á hafi úti geta yfirmenn einnig verið í sambandi og fengið ráð og stundum úrlausnir vandamála, m.a, er hægt að nefna að hjartalínurit hafa verið send til okkar og ekki óalgengt að ljósmyndir af áverkum, bólgum og útbrotum séu sendar á internetinu til greiningar hjá okkur.


Á haustin hafa hjúkrunarfræðingar okkar séð um bólusetningar áhafna og farið um borð í skipin við áhafnaskipti bæði að nóttu sem degi og víðsvegar um landið. Einnig höfum við sinnt bólusetningu landvinnslufólks á þeirra vinnustað.  

Heilsufarsskoðanir sjómanna og landvinnslufólks eru að verða verulega algengar og ljóst að hér er á ferðinni verulega góð fjárfesting þar sem við höfum fundið ýmis vandamál sem ógreind og ómeðhöndluð geta valdið alvarlegum sjúkdómum. Einnig er einstaklingsmiðuð heilsufarsráðgjöf mikilvægur þáttur í að hjálpa starfsfólki að hjálpa sér sjálfu til betri heilsu.  

Það færist í vöxt að við framkvæmum nákvæmar læknisskoðanir svo kallaðar sjómannalæknisskoðanir áður en sjómenn eru fastráðnir á skip með það fyrir augum að sjómennirnir uppfylli alþjóðlega staðla um heilsufar og líkamsburð (medical fitness). Þessar læknisskoðanir eru svo gerðar á tveggja ára fresti á allri áhöfninni. Ljóst er að þessir alþjóðlegu staðlar verða settir á hér á landi á næstu árum og því eðlilegt að útgerðarfélög vilji að sínir menn standist þær kröfur sem gerðar verða.  

Rétt er að það komi fram að Guðni sinnir ekki almennum heimilislækningum fyrir starfsmennina og þeir halda að sjálfsögðu áfram með eigin heimilislækni. Um allt sem fer á milli Guðna og starfsmanna hans og starfsmanna fyrirtækisins gildir fullur trúnaður og vinnuveitandi fær engar upplýsingar um eðli vandamála nema starfsmaður óski sjálfur eftir að þær upplýsingar séu veittar.

Mörg önnur verkefni hafa verið í gangi hjá okkur. Við höfum séð um að senda matsveina á matreiðslunámskeið til þess að reyna að gera matseldina hollari, við höfum gert óundirbúna fíkniefnaleit hjá áhöfnum, við sáum um að okkar skip fengu öll svínaflensulyf um borð þegar sá faraldur gekk yfir landið og margt fleira mætti telja upp.

Sjómenn

Sú þjónusta sem er í boði

  • Umsjón með heilbrigðismálum starfsmanna

    Starfsfólk Sjómannaheilsu, er til ráðleggingar varðandi heilbrigðismál starfsmanna. Þetta á við um hjálp varðandi vottorð, ráðleggingar um það hvernig bregðast skal við nýjum heilsufarsvandamálum. Ef upp koma vandamál á hafi úti geta skipstjórar og yfirmenn haft samband við Guðna beint og fengið ráðleggingar um greiningu og meðferð vandamála - fjarlækningar.  

  • Forgangur í skoðun og mat hjá bæklunarskurðlækni

    Guðni er með starfsstöðvar víðsvegar um landið og geta sjómenn pantað tíma þar sem þeim hentar best. Þeir taka fram að þeir séu starfsmenn fyrirtækisins og fá þá forgang í skoðun og viðtal.

     

    Sjómenn eru hvattir til að koma til viðtals og skoðunar að eigin frumkvæði jafnvel þó vandamál séu smávægileg, fyrsta skoðun er sjómanninum að kostnaðarlausu. Ef vandamál leiðir til endurtekinna sérfræðingsskoðana  eða meðferðar ber sjómaðurinn kostnað af því samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands og viðkomandi sérgreinafélags.

     

    Það er reynsla okkar að stór hluti af óvinnufærni sjómanna sé vegna vandamála frá stoðkerfi, því má segja að þeir komist í flestum tilfellum strax til rétts sérfræðings. Ef vandamál eru ekki tengd stoðkerfi er sjómönnum bent á réttar leiðir.

  • Veikindatilkynningar

    Öll óvinnufærni vegna veikinda eða slysa hvort sem um er að ræða vinnuslys eða frítímaslys skal tilkynnast um leið og ljóst er að um óvinnufærni er að ræða.

     

    Tilkynningasíminn er opinn virka daga klukkan 09-12 og 13-15.  Á öðrum tímum skal tilkynna beint til yfirmanns og síðan næsta virka dag í tilkynningasímann. Sjómenn skulu alltaf tilkynna óvinnufærni sjálfir til skipstjóra strax.

     

    Um leið og tilkynning kemur er hún send til starfsmannþjónustu fyrirtækisins.


    Þær upplýsingar sem gefa skal upp eru: Nafn, kennitala, skip, fyrirtæki og símanúmer sem næst í viðkomandi í.

     

    Hringt er í viðkomandi sjómann að jafnaði innan 24 klukkustunda til að fá frekari upplýsingar og gefa ráðleggingar.

     

    Reynt verður að flýta réttri greiningu og sérhæfðri meðferð með það fyrir augum að veikindi eða slys orsaki sem minnsta fjarveru.

     

    Ef skurðaðgerða er þörf verður leitast við að þær séu framkvæmdar á tíma sem hentar sjómanni og fyrirtæki. 

     

    Á meðan á óvinnufærnistímanum stendur er haft reglulegt samband við sjómanninn og honum boðið í skoðun hjá Guðna ef þurfa þykir eða honum bent á önnur úrræði til að komast sem fyrst til heilsu.

     

    Útgerðin fær vikulega skýrslu um hverjir eru á veikindaskrá og upplýsingar um áætlaða lengd óvinnufærni ásamt því hvort um sé að ræða veikindi, vinnuslys eða frítímaslys.

     

    Þegar sjómaður mætir aftur til vinnu tilkynnir hann það í sama síma.

     

    Send er skýrsla 2 sinnum á ári þar sem tölfræði varðandi óvinnufærni kemur fram.

  • Læknisskoðanir sjómanna

    Ný lög gengu í gildi um síðustu áramót þar sem segir að sjómenn sem vinna á fiskiskipum sem eru 24 metrar og lengri eigi að fara í Læknisskoðun til að meta hvort þeir uppfylli kröfur um heilsu og líkamsburði sem gerðar eru til sjómanna.

    Þetta er ca. 60 mínútna skoðun læknis og hj.fr. og er hugsuð fyrst og fremst til að tryggja öryggi sjómanna - að þeir séu líkamlega hæfir til að stunda sjómennsku. 

    Eftir skoðunina fær sjómaðurinn vottorð frá Samgöngustofu um hvort hann hafi staðist eða ekki staðist skoðunina. Þessi skoðun er gerð á tveggja ára fresti.

    Markmiðið með því að setja fram kröfur til sjómanna um heilsu og líkamsburði eru:

    • Að sjá til þess að sjómenn geti bjargað sjálfum sér og öðrum í sjávarháska. 

    • Að aðrir geti bjargað sjómanninum úr sjávarháska án þess að fara sjálfum sér að voða.

    • Að sjómenn með ákveðna sjúkdóma eða vandamál fari ekki á sjó þar sem undirliggjandi vandamál geta versnað eða þeir fengið varanleg mein af því að vera fjarri landi.


    Oftast er það svo að menn , læknir og sjómaður eru sammála um að það vanti eitthvað upp á að sjómaður uppfylli kröfurnar, ef hinsvegar sjómaður er ekki sammála niðurstöðu læknisins verður fengið álit annars læknis sem sjómaður treystir.


    Fullkomið trúnaðarsamband ríkir að sjálfsögði á milli sjómanns og læknis og einu upplýsingarnar sem útgerðarfyrirtækið fær eftir skoðun er að viðkomandi standist kröfur – eða standist ekki kröfur. Engar upplýsingar fara nokkru sinni frá lækni nema með samþykki sjómanns.


    Sjómenn ATHUGIРað þið þurfið að koma með skilríki (ökuskírteini eða vegabréf) með  ykkur og ekki vera nýbúnir að pissa þegar þið mætið.


    Best er að panta tíma í síma 552 4800 milli klukkan 13 og 15 virka daga eða senda tölvupóst á svanlaug@centrum.is


    Skoðanir fara fram hjá:

    Sjómannaheilsu Holtasmára 1 (7 hæð) 201 Kópavogur. 

    Læknastofum Akureyrar á Glerártorgi



  • Heilsufarsskoðanir

    Mörg útgerðarfélög sem starfsfólk Sjómannaheilsu sér um heilbrigðisþjónustu fyrir bjóða sjómönnum sínum upp á heilsufarsskoðun árlega eða annað hvert ár þeim að kostnaðarlausu.

     

    Hjúkrunarfræðingar frá Sjómannheilsu framkvæma heilsufarsskoðanirnar og er tilgangurinn að reyna að uppgötva heilsufarsvandamál sem fyrst og þannig að tryggja sem best heilsufar og veita sjómönnum ráðleggingar eftir þörfum.


    Fullkominn trúnaður gildir við skoðanirnar og þeir einu sem fá upplýsingar um niðurstöður skoðunar eru Guðni Arinbjarnar læknir, hjúkrunarfræðingar sem framkvæma skoðanirnar og sjómaðurinn sjálfur. Engar upplýsingar um einstaka sjómenn eru sendar til útgerðar, tryggingafélags eða annarra.

     

    Sjómenn panta sjálfir tíma í skoðun.

     

    Í skoðuninni er byrjað á ítarlegu viðtali við sjómann um heilsufar, lífsstíl og sjúkrasögu. Þá eru gerðar ýmsar mælingar: hæð, þyngd, BMI, mittismál, blóðþrýstingur er mældur, púls talinn, gert er sjónpróf, heyrnarpróf og öndunarpróf, tekin er blóðprufa þar sem mælt er heildar kólesteról, blóðsykur og blóðrauði og  þvag er rannsakað og athugað hvort blóð, sykur, eggjahvíta eða sýkingarmerki séu í þvaginu, (leitað er að fíkniefnum í þvagi ef óskað er eftir).

    Sjómaður fær ráðleggingar til að bæta heilsu.

     

    Að lokinni skoðun fær sjómaðurinn sendar heim til sín niðurstöður allra mælinga og ráðleggingar.

     

    Gefið er út heilbrigðsvottorð sem vottar að sjómaðurinn megi stunda vinnu við matvælaiðnað, það vottorð er sent til útgerðarfélags að lokinni skoðun.


    Heilsufarsskoðanir fara fram í Reykjavík og á Akureyri.

    Hægt er að panta tíma í skoðun í Reykjavík og á Akureyri og er það gert í

    síma 552 4800 klukkan 09-12 og 13-15 virka daga.


    Skoðunin tekur u.þ.b. 45 mínútur.


    Munið að vera ekki nýbúin að pissa þegar þið komið í heilsufarsskoðunina því þið skilið þvagprufu.

  • Skoðanir vegna starfsréttinda

    Við framkvæmum skoðanir vegna starfsréttinda bæði fyrir Samgöngustofu og fyrir erlenda aðila.


    Fyrir Samgöngustofu framkvæmum við skoðun vegna starfsréttinda fiskimanna - upphafs og endurnýjun á skipstjórnarréttinndum eða vélstjóraréttindum.  


    Einnig farmkvæmum við stærri alþjóða læknisskoðun sjófarenda fyrir Samgöngustofu fyrir þá sem starfa á fraktskipum og við farþegaflutninga.


    Guðni er norskur sjómannalæknir og framkvæmir Norskar sjómanna læknisskoðanir fyrir erlendar útgerðir.  Einnig framkvæmir hann skoðanir fyrir starfsfólk í olíuiðnaði við Noregsstrendur.

  • Fíkniefnaprófanir

    Boðið er upp á á að gerðar séu óviðbúnar fíkniefnaprófanir á sjómönnum óski fyrirtækið þess og eru þessar prófanir gerðar um borð.  Þessar prófanir eru ekki gerðar nema að starfsmenn hafi í sínum ráðningasamning skrifað undir að þeir samþykki að þessar óundirbúnu prófanir séu gerðar.

  • Bólusetningar

    Boðið er upp á bólusetningar gegn inflúensu á haustin og er þá bæði mætt um borð í skip og bólussett, einnig erum við með opna tíma á starfsstöðvum Sjómannaheilsu sem eru auglýstir sérstaklega.

  • Önnur þjónusta

    Hægt er að sérhanna lausnir fyrir fyrirtæki sé þess óskað.

Landvinnslan

Sú þjónusta sem er í boði

  • Umsjón með heilbrigðismálum starfsmanna

    Starfsfólk Sjómannaheilsu, er til ráðleggingar varðandi heilbrigðismál starfsmanna. Þetta á við um hjálp varðandi heilbrigðisvottorð, ráðleggingar um það hvernig bregðast skal við nýjum heilsufarsvandamálum, yfirmenn geta hringt og fengið ráðleggingar vegna slysa og fleira.


    Það er reynsla okkar að stór hluti af óvinnufærni starfsmanna sé vegna vandamála frá stoðkerfi, því má segja að starfsmaðurinn komist í flestum tilfellum strax til rétts sérfræðings. Ef vandamál eru ekki tengd stoðkerfi er starfsmanninum bent á réttar leiðir.

    Starfsmenn taka fram að þeir séu starfsmenn fyrirtækisins og fá þá forgang á skoðun og viðtal.

  • Heilsufarsskoðanir

    Mörg útgerðarfélög sem starfsfólk Sjómannaheilsu sér um heilbrigðisþjónustu fyrir bjóða starfsmönnum sínum upp á heilsufarsskoðun árlega eða annað hvert ár þeim að kostnaðarlausu.


    Hjúkrunarfræðingar frá Sjómannaheilsu framkvæma heilsufarsskoðanirnar og er tilgangurinn að reyna að uppgötva heilsufarsvandamál sem fyrst og þannig að tryggja sem best heilsufar og veita starfsmönnum ráðleggingar eftir þörfum.


    Heilsufarsskoðanirnar geta farið fram á vinnustaðnum eða í starfsaðstöðu okkar og taka um 45 mínútur hver skoðun.


    Fullkominn trúnaður gildir við skoðanirnar og þeir einu sem fá upplýsingar um niðurstöður skoðunar eru Guðni Arinbjarnar læknir, hjúkrunarfræðingar sem framkvæma skoðanirnar og starfsmaðurinn sjálfur. Engar upplýsingar um einstaka starfsmenn eru sendar til útgerðar, tryggingafélags eða annarra.

      

    Í skoðuninni er byrjað á ítarlegur viðtali við starfsmann um heilsufar, lífsstíl og sjúkrasögu. Þá eru gerðar ýmsar mælingar: hæð, þyngd, BMI, mittismál, blóðþrýstingur er mældur, púls talinn, gert er sjónpróf, heyrnarpróf og öndunarpróf, tekin er blóðprufa þar sem mælt er heildar kólesteról, blóðsykur og blóðrauði og  þvag er rannsakað og athugað hvort blóð, sykur, eggjahvíta eða sýkingarmerki séu í þvaginu.

    Starfsmaður fær ráðleggingar til að bæta heilsu.


    Munið að vera ekki nýbúin að pissa þegar þið komið í heilsufarsskoðunina því þið skilið þvagprufu.


    Að lokinni skoðun fær starfsmaðurinn sendar heim til sín niðurstöður allra mælinga og ráðleggingar.

     

    Gefið er út heilbrigðisvottorð sem vottar að starfsmaðurinn megi stunda vinnu við matvælaiðnað, það vottorð er sent til útgerðarfélags að lokinni skoðun.

  • Veikindatilkynningar

    Öll óvinnufærni vegna veikinda eða slysa hvort sem um er að ræða vinnuslys eða frítímaslys skal tilkynnast um leið og ljóst er að um óvinnufærni er að ræða.

     

    Tilkynningasíminn er opinn virka daga klukkan 09-12 og 13-15.  Á öðrum tímum skal tilkynna beint til yfirmanns og síðan næsta virka dag í tilkynningasímann.

     

    Um leið og tilkynning kemur er hún send til starfsmannþjónustu fyrirtækisins.


    Þær upplýsingar sem gefa skal upp eru: Nafn, kennitala, starfsstöð, fyrirtæki og símanúmer sem næst í viðkomandi í.

     

    Hringt er í viðkomandi starfsmann að jafnaði innan 24 klukkustunda til að fá frekari upplýsingar og gefa ráðleggingar.

     

    Reynt verður að flýta réttri greiningu og sérhæfðri meðferð með það fyrir augum að veikindi eða slys orsaki sem minnsta fjarveru.

      

    Á meðan á óvinnufærnistímanum stendur er haft reglulegt samband við starfsmanninn og honum boðið í skoðun hjá Guðna ef þurfa þykir eða honum bent á önnur úrræði til að komast sem fyrst til heilsu.

     

    Útgerðin fær vikulega skýrslu um hverjir eru á veikindaskrá og upplýsingar um áætlaða lengd óvinnufærni ásamt því hvort um sé að ræða veikindi, vinnuslys eða frítímaslys.

     

    Þegar starfsmaður mætir aftur til vinnu tilkynnir hann það í sama síma.

     

    Send er skýrsla 2 sinnum á ári þar sem tölfræði varðandi óvinnufærni kemur fram.

  • Opnir tímar hjúkrunarfræðings/læknis

    Boðið er upp á að hjúkrunarfræðingur mæti á vinnustað 1- 2  x í mánuði og veiti ráðgjöf til þeirra starfsmanna sem þess óska.  Þetta getur sparað mikinn tíma frá vinnu og kostnað starfsmanna. Hægt er að sinna mörgum vandamálum á þennan hátt.

  • Fíkniefnaprófanir

    Boðið er upp á á að gerðar séu óviðbúnar fíkniefnaprófanir á starfsmönnum óski fyrirtækið þess.


    Þessar prófanir eru ekki gerðar nema að starfsmenn hafi í sínum ráðningarsamning skrifað undir að þeir samþykki að þessar óundirbúnu prófanir séu gerðar.

  • Bólusetningar

    Boðið er upp á bólusetningar gegn inflúensu fyrir starfsmenn og er þá mætt á vinnustaðinn og bólusett, einnig erum við með opna tíma á starfsstöðvum Sjómannaheilsu,

  • Önnur þjónusta

    Hægt er að sérhanna lausnir fyrir fyrirtæki sé þess óskað.

Kostnaður


Hægt er að óska eftir tilboðum í alla þá þjónustu sem Sjómannaheilsa býður upp á eða einstaka hluta af henni. Endilega hafið samband ef frekari upplýsinga er óskað 
Guðni Arinbjarnar, sjómannalæknir og bæklunarskurðlæknir, gudni@laeknarad.is
Svanlaug Skúladóttir, framkvæmdastjóri, svanlaug@centrum.is, S. 894-0003
 
Umsjón með heilbrigðismálum og forgangur að sérfræðiþjónustu hjá okkar sjómannalækni – samið er um ákveðna upphæð fyrir alla starfsmenn á mánuði fyrir þessa þjónustu.
 
Veikindatilkynningar – greitt er ákveðið mánaðargjald fyrir alla starfsmenn.
 
Læknisskoðanir og Heilsufarsskoðanir – fyrirtæki greiða ákveðið gjald fyrir hverja skoðun.
 
Opnir tímar hjá hjúkrunarfræðingi – samið er um ákveðið fast gjald fyrir þessa þjónustu.
 
Bólusetningar – greitt er ákveðið gjald fyrir hverja bólusetningu svo og fyrir bóluefnið.
 
Fíkniefnaprófanir – greitt er ákveðið gjald fyrir hverja prófun.

Vottorð - greitt er ákveðið gjald fyrir hvert vottorð.
Share by: